Viðtöl
Hvað er gert í viðtali?
Fyrsta heimsóknin á stofuna samanstendur yfirleitt af viðtali og skoðun. Þar er vandinn greindur og farið ítarlega yfir meðferðarmöguleika, kosti þeirra og galla. Einnig er farið vel yfir heilsufarssögu þína þar sem hún getur haft áhrif á meðferðina, bæði framkvæmd hennar og útkomu.
Röntgenmynd
Ef tannlæknirinn þinn hefur nýlega tekið röntgenmyndir þá geturu óskað eftir því að hann sendi þær til okkar. Við tökum yfirleitt alltaf fleiri röntgenmyndir til greiningar en við notumst við stafræna tækni í röntgemyndatöku sem krefst lítillar geislunar. Í ákveðnum tilfellum þarf að taka þrívíddar röntgenmynd (CBCT).
Hvenær á meðferðin sér stað?
Það kemur fyrir að meðferð geti farið fram sama dag og viðtalið er, sérstaklega ef þú ert með verki en annars er yfirleitt fundinn nýr tími til að hefja meðferð.
Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er
rotfyllingar@rotfyllingar.isVið erum staðsett í Hlíðarsmára 17, Kópavogi
Hlíðarsmári 17Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum
547-7500