Eftir meðferð


Við hverju má búast?

Það er eðlilegt að finna fyrir viðkvæmni í og við tönnina sem var rótfyllt eftir að deyfingin fer úr. Viðkvæmnin stendur yfir í 2-7 daga á meðan græðsla á sér stað. Yfirleitt er hægt að meðhöndla óþægindin með algengum verkjalyfjum (Paratabs og Íbufen) en ef þau duga ekki til þá mælum við með því að haft sé samband við okkur, ath. að þetta gerist einungis í 5-8% tilfella.

Endilega hafðu samband við okkur ef:

  • Mjög miklir verkir og þrýstingur sem fer ekki eftir fyrstu dagana
  • Sjáanleg bólga
  • Ójafn bit
  • Bráðabirgðafyllingin fer úr
  • Fyrri einkenni gera vart við sig aftur

Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er

rotfyllingar@rotfyllingar.is

Við erum staðsett í Hlíðarsmára 17, Kópavogi

Hlíðarsmári 17

Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum

547-7500