Þrívíddarmynd
Á stofunni okkar er eitt nákvæmasta þrívíddar röntgentækið á markaðnum eða VeraView X800 frá J Morita. CBCT myndataka gefur okkur nákvæma þrívíddar röntgenmynd af tönnunum og svæðinu umhverfis þær sem hjálpar til við greiningu, meðferðaráætlun og meðferðir.
Þessi tækni leyfir okkur að skoða tennur og bein í þrívídd, ásamt nálægum strúktúrum eins og kinnholum og taugum sem ekki er unnt að meta eins nákvæmlega með venjulegum röntgenmyndum. Stuðst er við CBCT leiðbeiningar frá Evrópusambandinu varðandi réttlætingu á myndatöku.
Fyrir rótfyllingasérfræðing er CBCT ómissandi partur af tækjabúnaði stofunnar og leiðir af sér betri meðferð fyrir sjúklinginn.
Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er
rotfyllingar@rotfyllingar.isVið erum staðsett í Hlíðarsmára 17, Kópavogi
Hlíðarsmári 17Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum
547-7500