Tannmót

Sprungur

Sprungur í tönnum er eitt stærsta vandamál tannlækninga í dag og er þriðja algengasta orsök þess að tennur tapist á eftir tannskemmdum og tannholdssjúkdómi.


Sprungur eru afleiðingar þreytu eða endurtekins álags á sama punkt tannarinnar, svipað og þegar bréfaklemma er tekin í sundur og vírinn sveigður um sama puntkinn þar til hann brotnar í sundur.


Einkennin eru mjög mismunandi en geta verið verkur við tyggingu og þá sérstaklega þegar munnur er opnaður eða viðkvæmni við hita eða kulda. Verkurinn getur komið og farið og oft getur verið erfitt að greina hvað er sem veldur.

Sprungur eru ekki bara sprungur heldur eru til nokkrar tegundir. Meðferð og árangur fer eftir hvernig sprunga þetta er, staðsetning og hversu djúpt sprungan nær.

Rótfyllingasérfræðingur er sérhæfður til þess að greina og meðhöndla sprungnar tennur. Því fyrr sem tönnin er meðhöndluð því betri útkoma. Eftir meðferð, fúnkera þessar tennur eins og aðrar til lengri tíma.

Brotinn kúspur

Brotinn kúspur

Þegar partur af yfirborði tannar brotnar frá til dæmis fyllingu er það kallkað kúspabrot. Yfirleitt nær brotið ekki að kvikunni og veldur yfirleitt ekki miklum óþægindum. Oft er hægt að byggja þessar tennur upp og setja á þær krónur til að fyrirbyggja frekara brot.

Klofin tönn

Klofin tönn

Klofin tönn er oft afleiðing sprunginnar tannar. Hér hefur gliðnun á sprungunni átt sér stað og tönnin er klofin í tvennt. Yfirleitt er ekki hægt að bjarga þessum tönnum en það fer allt eftir því hvar sprungan liggur og hversu djúpt hún nær.

Lengdar sprunga

Lengdarsprunga

Lengdarsprunga er sprunga sem byrjar í rótinni og fer í átt að yfirborði tannarinnar, öfugt við allar hinar sem byrja á yfirborði tannarinnar og fara í átt að rótinni. Oftar en ekki eru þessar sprungur einkennalausar og þær því ekki uppgötvaðar fyrr en löngu seinna eða þegar að töluvert beintap hefur átt sér stað og tannholdið fer að bólgna upp. Yfirleitt eru horfur tannarinnar vonlausar og tönnin dregin.

Sprungin tönn

Sprungin tönn

Hér nær sprungan frá tyggingarfleti tannarinnar lárétt í átt að rót. Hér hefur engin gliðnun á sprungunni átt sér stað. Mikilvægt er að greina þetta snemma svo hægt sé að bregðast við og sporna við gliðnun og að sprungan nái niður á rótaryfirborð. Ef sprungan nær inn að kviku er möguleiki á að rótfylla tönnina. Hins vegar ef sprungan nær undir tannhold og niður á rótaryfirborð er vonlaust að meðhöndla hana og draga þarf tönnina. Til að sporna við gliðnun og áframhaldi sprungunnar er mælt með því að setja krónu yfir tönnina eða svokallað onlay yfir bitflöt tannarinnar. Þannig næst ákveðið utanumhald og minni líkur á því að sprungan versni.

Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er

rotfyllingar@rotfyllingar.is

Við erum staðsett á 4. hæð í Holtasmára 1, Kópavogi

Holtasmári 1

Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum

552-6333