Við erum sérfræðingar í rótfyllingum

Tannburstar

Um okkur

Tannlæknastofan Radix sérhæfir sig í rótfyllingum og rótarendaaðgerðum gerðum undir smásjá. Við leitumst við að veita faglega meðferð í vinalegu umhverfi og að heimsóknin verði sem ánægjulegust. Stofan opnaði í janúar 2021 og er vel tækjum búin. Við hlökkum til að aðstoða þig og svara þínum spurningum.

Móttaka Radix
Gangur á skrifstofu radix
Gangur á skrifstofu Radix

Þjónusta

Við bjóðum þjónustu á öllum helstu sviðum tannlækna. Við sinnum öllum aldurshópum sem og einstaklingum með sérþarfir. Hér fyrir neðan er listi yfir allar okkar meðferðir.

Rótfyllingar

Rótfylling er framkvæmd til að bjarga tönninni þinni svo hún haldi áfram að nýtast þér frá degi til dags. Inni í tönnunum er vefur sem heitir kvika. Þrátt fyrir að árangur af rótfyllingum sé nokkuð góður þá kemur það fyrir að græðsla á sér ekki stað eða ný sýking myndast mánuðum eða árum eftir...

Lesa meira

Endurrótfyllingar

Þrátt fyrir að árangur af rótfyllingum sé nokkuð góður þá kemur það fyrir að græðsla á sér ekki stað eða ný sýking myndast mánuðum eða árum eftir. Mikilvægt er þó að bera kennsl á hvað olli því að græðsla átti sér ekki stað eða að tönnin endursýktist en það getur meðal annars verið vegna þess að : Bognir

Lesa meira

Þrívíddarmynd

Á stofunni okkar er eitt nákvæmasta þrívíddar röntgentækið á markaðnum eða VeraView X800 frá J Morita. CBCT myndataka gefur okkur nákvæma þrívíddar röntgenmynd af tönnunum og svæðinu umhverfis þær sem hjálpar til við greiningu, meðferðaráætlun og meðferðir. Þessi tækni leyfir okkur að skoða tennur og bein í þrívídd, ásamt nálægum strúktúrum eins og kinnholum og taugum sem ekki er unnt að meta eins nákvæmlega með venjulegum röntgenmyndum

Lesa meira

Viðtöl

Fyrsta heimsóknin á stofuna samanstendur yfirleitt af viðtali og skoðun. Þar er vandinn greindur og farið ítarlega yfir meðferðarmöguleika, kosti þeirra og galla. Einnig er farið vel yfir heilsufarssögu þína þar sem hún getur haft áhrif á meðferðina, bæði framkvæmd hennar og útkomu. Ef tannlæknirinn þinn hefur nýlega tekið röntgenmyndir þá geturu óskað eftir því að hann sendi þær til okkar

Lesa meira

Rótarendaaðgerðir

Þrátt fyrir að árangur af rótfyllingum og endurrótfyllingum sé nokkuð góður þá kemur það fyrir að græðsla á sér ekki stað eða ný sýking myndast mánuðum eða árum eftir meðferðina. Er þá einn af meðferðarmöguleikunum til að bjarga tönninni þinni smásjáraðgerð á rótarenda. Áður en aðgerðin er staðfest þá er tekin þrívíddar röntgenmynd til að meta aðgerðarsvæðið og tönnina betur. Í aðgerðinni er sýkingin við rótarendann fjarlægð og rótarendinn styttur. Hluti af gömlu rótfyllingunni er svo fjarlægður með ultrasónísku tæki og vefjavænu fyllingarefni komið fyrir í rótarendanum

Lesa meira

Glaðloft

Glaðloft er mikið notað í tannlækningum og hefur væg róandi áhrif. Það getur því hjálpað mikið í allri meðferð hjá þeim sem þess þurfa. Glaðloft er í boði fyrir þá sem upplifa hræðslu eða kvíða við að fara til tannlæknis, börn jafnt og fullorðna

Lesa meira

Sendu okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og auðið er

rotfyllingar@rotfyllingar.is

Við erum staðsett í Hlíðarsmára 17, Kópavogi

Hlíðarsmári 17

Hafðu samband við okkur í síma frá 8-16 mánudag til fimmtudag og 8-14 á föstudögum

547-7500